Vogastrætó

Um miðjan ágúst breyttust almenningssamgöngur. Þá var tekin upp sú nýbreytni að fjórum sinnum á dag, alla virka daga, fer bíll frá Gamla Pósthúsinu upp að mislægu gatnamótum. Ferðir úr Vogum eru skipulagðar í fullu samráði við SBK og áætlanir þeirra. Bíll úr Vogum bíður hámark fimm mínútur á vegamótum. Eins og er þá er ekki hægt að bíða lengur. Frítt er í ferðir til Keflavíkur, Sandgerðis og Garðs. Sveitarfélagið greiðir niður fargjöld til höfuðborgarsvæðisins. Kort, 20 miða, er hægt að kaupa á bæjarskrifstofunni. Kort sem keypt eru annars staðar eru ekki greidd niður. Samningur sem gerður var við SBK verður endurskoðaður í janúar. Við viljum gjarnan fá ábendingar um það sem betur mætti fara og ætti að taka til skoðunar í janúar. Vinsamlega sendið ábendingar á netfangið sv.vogar@vogar.is Enn er reynslan vart marktæk, þó sjáum við að það hefur verið þörf fyrir þjónustu af þessu tagi.
 
Eirný Vals bæjarstjóri