Dagur umhverfisins, 25. apríl var fæðingardagur náttúrufræðingsins Sveins Pálssonar (1762-1840) síðar landlæknis og hefur hann verið haldinn hátíðlegur ár hvert síðan 1999. Tilgangurinn með degi umhverfisins er að efla vitund fólks um mikilvægi þess að vernda náttúruna og hvetja það til að gera eitthvað gott fyrir jörðina sína.
Stóri plokkdagurinn verður haldinn á degi umhverfisins í ár eins og hefur verið undanfarin ár og Sveitarfélagið Vogar lætur ekki sitt eftir liggja.
Umhverfisnefnin hvetur íbúa til að taka höndum saman og losa Sveitarfélagið Voga við rusl vetrarins áður en gróður og dýralíf tekur við sér. Að sjálfsögðu hlýðum við Víði og dreifum okkur um sveitarfélagið og hámörkum afköst í leiðinni. Við hvetjum alla til þess að nota fjölnota poka og hanska en einnig verður hægt verður að nálgast poka og plokkur við áhaldahúsið frá kl 10. Umhverfisdeildin sér svo um að sækja rusl sem verður látið vita af.
Tökum myndir eða merkjum á kort og látum þannig vita hvaða svæði eru hreinsuð. #fyrirvoga