Vistvernd í verki

 Í Vatnsleysustrandarhreppi var fyrsti hópurinn að ljúka þátttöku í Vistvernd í verki og af því tilefni efndu þau til umhverfishátíðar í félagsheimilinu. Góð stemning myndaðist og margt var skrafað. Gítarspil og söngur ómaði, 4. og 5. bekkur sá um kaffisölu til styrktar börnum í Uganda og hægt var að kaupa ýmsar heimaunnar vörur og kompudót. Hér má sjá nokkrar myndir sem teknar voru við það tækifæri.