Vinnustofa í skapandi skrifum fyrir ungmenni á Suðurnesjum

Nýverið sendi Menningarverkefnið Hlaðan frá sér dagskrá ársins 2012 en hana má m.a. nálgast á www.hladan.org auk þess sem hún liggur frammi víða á Suðurnesjum.

Meðal þess sem verður á dagskrá í febrúar eru vinnustofur í skapandi skrifum undir leiðsögn kanadíska skáldsins Angelu Rawlings.
Fyrri vinnustofan fer fram föstudaginn 10. febrúar nk. og er ætluð ungmennum á aldrinum 15-18 ára.
Vinnustofan hefst kl. 15:00 og lýkur kl. 17:00.

Seinni vinnustofan er ætluð þátttakendum á öllum aldri og fer hún fram föstudaginn 17. febrúar.

Þátttaka er ókeypis og skráning hafin á hladan@hladan.org eða í síma 8675986

Allar nánari upplýsingar um vinnustofurnar og stjórnanda þeirra Angelu Rawlings er að finna á heimasíðu Hlöðunnar www.hladan.org