Á mánudaginn næsta, þann 10. júní, er fyrsti vinnudagur vinnuskólans fyrir krakka fædda 2008, 2009 og 2010.
Mæting á mánudaginn er í Boruna, kl. 8:00.
Annars er almennt mætt upp í þjónustumiðstöð, Iðndal 4, kl 8:00.
Af gefnu tilefni viljum við minna þau á sem ætla og geta nýtt skattkortið sitt (16 ára og eldri) hjá vinnuskólanum um að það er á ábyrgð hvers og eins að skila inn skattkorti til vinnuveitenda. Skattkort og yfirlit launagreiðenda má senda beint á vogar.laun@sudurnesjabaer.is.
Vinnutími vinnuskólans er:
8. bekkur: Mánudaga til fimmtudaga frá 8:00 - 12:00
9., 10., og 11. bekkur: Mánudaga til fimmtudaga frá kl. 8:00 – 12:00 og 13:00 – 15:00
Minnum á:
Yfirflokkstjóri vinnuskólans er Lilja, sími: 855-6234. Öll erindi varðandi vinnuskólann, fyrir utan launamál, skal beint til hennar.