Á mánudaginn næsta (13. júní) hefst Vinnuskólinn fyrir grunnskólanemendur í 8. – 10. bekk. Mæting er í Þjónustumiðstöð sveitarfélagsins að Iðndal 4, kl. 8:30. Vinnuskólinn er fyrir 8-10. bekk ásamt 1. bekk í framhaldsskóla.
Vinnutími vinnuskólans er:
Mánudaga til fimmtudaga frá kl. 8:30 – 12:00 og 13:00 – 15:30
8. og 9. bekkur vinnur frá 13. júní til og með 7. júlí og frá 18. júlí til og með 11. ágúst
10. bekkur vinnur frá 13. júní til og með 7. júlí og frá 18. júlí til og með 18. ágúst
Fyrsta árs nemar í framhaldsskóla vinna frá 30. maí til og 7. júlí og frá 18. júlí til og með 18. ágúst
Minnum á:
Yfirflokkstjóri Vinnuskólans er Ellen Lind, sími: 855-6234. Öll erindi varðandi Vinnuskólann, fyrir utan launamál, skal beint til hennar.
Upplýsingar um launamál veitir Guðmundur Stéfán Gunnarsson Íþrótta og Tómstundafulltrúi. Sími: 793-9880 Netfang: gudmundurs@vogar.is
Nánari upplýsingar er að finna í Handbók Vinnuskólans 2022