Vinnuskóli Sveitarfélagsins Voga 2013

Í sumar verður starfræktur vinnuskóli fyrir unglinga fædda 1996, 1997, 1998, 1999 og 2000.
Ungmenni fædd 1996 og 1997 þurfa að skila skattkorti á bæjarskrifstofu.

Vinnutími er frá kl. 08:30 – 15:30 mánudaga til fimmtudaga. Ekki er unnið á föstudögum. Þetta þýðir 24 tíma vinnuvika.

Árgangur

Fjöldi vikna

Tímabil

Tímafjöldi

1996

8

10.06 – 09.08

192

1997

8

18.06 – 09.08

192

1998

5

10.06 – 12.07

120

1999

4

08.07 – 02.08

96

2000

2

08.07 – 19.07

48


Mæting við áhaldahús, Iðndal 9, kl. 08:30 á fyrsta vinnudegi samkv. tímabili.
Starfsreglur:
• Vinnuskólinn er tóbaks- og vímuefnalaus vinnustaður; á leið í og úr vinnu, á vinnusvæði og í matar- og kaffihléum. Þ.e. sá tími sem trygging nær yfir. Brot á þessari reglu er brottrekstrarsök.
• Mæta ber stundvíslega til vinnu og er flokkstjóra heimilt að draga af launum vegna óstundvísi. Ítrekuð óstundvísi getur varðað brottrekstri.
• Beiðni um leyfi afgreiðir flokkstjóri í samráði við forstöðumann umhverfis og eigna.
• Foreldri eða forráðamaður skal tilkynna veikindi til forstöðumanns umhverfis og eigna í síma 893-6983.
• Fara skal vel með verkfæri, stunda vinnuna samviskusamlega og fara eftir leiðbeiningum og fyrirmælum yfirmanna.
• Laun eru greidd fyrir fræðsludaga og aðrar uppákomur og er ætlast til að viðkomandi taki þátt í allri dagskrá af fullri einurð.
• Nemendur leggja sér sjálfir til allan hlífðarfatnað og skal hann vera samkvæmt aðstæðum og verkefnum. Hver starfsmaður fær úthlutað einu pari af hlífðarhönskum. Öllum er ráðlagt að merkja fatnað, skó og stígvél.
• Notkun farsíma í vinnu er óheimil.
• Engin ábyrgð er tekin á fötum nemenda, reiðhjólum, farsímum, ipodum eða öðrum hlutum
sem þeir hugsanlega taka með sér á vinnustað.


Við fyrsta brot á einhverri af ofangreindum reglum ræðir flokkstjóri við starfsmann, auk þess að tilkynna foreldri eða forráðamanni og forstöðumanni umhverfis og eigna um atvikið.
Við annað brot ræða ábyrgðaraðilar vinnuskólans við starfsmann auk flokkstjóra. Foreldri eða forráðamanni tilkynnt um málið.
Þriðja brot starfsmanns þýðir endanleg brottvísun úr vinnuskóla.


Frístunda- og menningarfulltrúi Voga