Eins og fyrri ár verður starfræktur vinnuskóli í Vogum í sumar. Tímabilið er 8 vikur, 8.júní-30.júlí. Nemendur í 8.9. og 10.bekk velja sér 5 vikur yfir tímabilið. Unglingar fæddir 1992 og 1993 fá vinnu allt tímabilið eða í 8 vikur. Umsóknareyðublöðum verður dreift til nemenda í Stóru-Vogaskóla nú í vikunni.
Umsóknarfrestur er til 28.maí 2010.
Hægt er að nálgast umsóknir fyrir vinnuskólann og fá nánari upplýsingar í Félagsmiðstöðinni Borunni við Hafnargötu 17-19 milli 11-15 alla virka daga.
Með sumarkveðju
Félagsmiðstöðin Boran
S:440-6224