Félagsmiðstöðin Boran
Laus er til umsóknar staða leiðbeinanda í kvöldstarfi unglinga í félagsmiðstöðinni Borunni. Félagsmiðstöðin býður upp á fjölbreytt tómstundastarf fyrir unglinga á aldrinum 12-16 ára. Um er að ræða tvö til þrjú kvöld í viku.
Helstu verkefni og ábyrgð
• Skipulagning á faglegu tómstundastarfi fyrir unglinga á aldrinum 12-16 ára
• Leiðbeina unglingum í starfi
• Samráð og samvinna við unglinga og starfsfólk
Hæfniskröfur
• Menntun eða reynsla sem nýtist í starfi
• Áhugi á að vinna með unglingum
• Frumkvæði, stundvísi og sjálfstæð vinnubrögð
• Lipurð í mannlegum samskiptum
Umsækjendur þurfa að hafa náð 20 ára aldri. Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Starfsmannafélags Suðurnesja. Umsóknir skulu sendast á stefan@vogar.is fyrir mánudaginn 22. september. Nánari upplýsingar veitir Stefán Arinbjarnarson í síma 440-6225.
Sveitarfélagið Vogar