Umsóknarfrestur í Frumkvæði fyrir árið 2022 er til og með 31. janúar n.k. en það er úrræði Vinnumálastofnunar fyrir þá sem eru á skrá og vilja skapa sér eigið starf og fara út í eigin rekstur.
Í úrræðinu eiga atvinnuleitendur kost á fræðslu og leiðsögn til að kanna möguleika og tækifæri á að búa til eigið starf.
Þátttakendur kanna þörf fyrir væntanlega þjónustu eða vörur sínar á markaði og gera viðskiptaáætlun um viðkomandi verkefni til að meta hvort verkefnið er raunhæft og hvað þurfi til svo að unnt sé að búa til starf.
Við hvetjum frumkvöðla á Suðurnesjum sem eru í þessari stöðu að sækja um og nýta sér leiðsögn og ráðgjöf Heklunnar, atvinnuþróunarfélags Suðurnesja til að þróa áfram sína hugmynd.