Vígsla

Björgunarsveitin Skyggnir hélt upp á afmælisdag sinn með pomp og pragt s.l. laugardag 28. ágúst. Nýtt hús sveitarinnar var formlega tekið í notkun og vígt. Sveitin var stofnuð fyrir 22 árum síðan. Fjöldi gesta var saman komin til að samgleðjast  sveitarmeðlimum á þessum merku tímamótum í starfi félagsins. Hófst athöfnin með því að formaður sveitarinnar rakti í stuttu máli sögu sveitarinnar og húsnæðismál hennar. Sóknarpresturinn  sr. Carlos Ferrer fór með bæn og blessaði húsið. Ýmsir tóku til máls, þ.a.m. Sigmundur Eyþórsson slökkviliðsstjóri Brunavarna Suðurnesja og afhenti hann björgunarsveitinni undanfarakerru með dælubúnaði, sem hugsaður er til aðstoðar við slökkvistarf á Suðurnesjum. Kynnti hann í stuttu máli væntanlegan samstarfssamning sem í bígerð er milli Brunavarna Suðurnesja og Björgunarsveitarinnar Skyggnis í Vogum.

Vill björgunasrsveitin þakka fyrir margar góðar gjafir sem sveitinni bárust af þessu tilefni, sérstaklega vil sveitin þakka hjónunum Guðmundi Í Ágústssyni og Guðríði Þórðardóttur fyrir mjög svo rausnarlega peningagjöf og hjónunum Guðmundi Sigurðssyni og Sigrúnu Ingadóttur fyrir rausnalegan stuðning nú sem og á undanförnum árum.

Að lokum var boðið til kaffisamsætis í hinu nýja húsnæði.

Meðfylgjandi eru myndir frá vígslunni.