Viðurkenning fyrir framsækni

Á ráðstefnu á vegum Sambands íslenskra sveitarfélaga sem haldin var 1. apríl s.l., hlutu  sex sveitarfélög á landinu viðurkenningu fyrir framsækni í starfi. Vatnsleysustrandarhreppur var eitt þeirra og hlaut viðurkenningu   fyrir árangursríka innleiðingu á nýjum árangusstjórnunaraðferðum.

Í könnun sem var gerð nýlega, þóttu þessi sex sveitarfélög skara fram úr að einhverju leiti hvert um sig. Hin sveitafélögin voru, Akureyri, Blönduós,Garðabær, Hafnarfjörður og Reykjanesbær.

Markmið ráðstefnunnar er að hvetja til aukinnar framsækni sveitarfélaga á landinu.