Viðbygging-vígsla-veisla

Hin nýja viðbygging við Stóru-Vogaskóla var formlega vígð á föstudaginn. Við sama tilefni var nýr upphitaður gervigrasvöllur vígður. Halldór Jónsson varaformaður KSÍ afhenti völlinn formlega og sagði við það tækifæri að þessi  völlur svo og aðrir slíkir vellir vítt og breytt um landið væru samstarfsverkefni margra aðila. Formaður UMFÞ og skólastjóri klipptu síðan á borðann og  nokkur ungmenni spreyttu sig  á vítaspyrnum þar sem oddvitinn varði markið af stakri snilld. Að lokinni athöfn á fótboltavellinum var skundað inn í skólann.

  

Jón Gunnarsson oddviti bauð viðstadda velkomna.              Halldór Jónsson varaf. KSÍ afhendir völlinn.

   

Form UMFÞ og skólastjóri klippa á borðann.                                   Ungmennin taka vítaspyrnu.

  

              Þessi bolti fer ekki í markið.                           Hinn nýji Tjarnarsalur var vel setinn gestum.

  

                Jón Gunnarsson oddviti.                               Ragnar Atli framkv.stj. Fasteignar lýsti byggingarsögu

                                                                                 viðbyggingarinnar.

  

Fasteign færði sveitarstjóra og skólastjóra táknræn                 Jóhanna Reynisdóttir sveitarstjóri.

lyklavöld.                  

  

              Snæbjörn Reynisson skólastjóri.                              Séra Carlos Ferrer blessaði húsið.

  

María Gunnarsdóttir færði skólanum peningagjöf fyrir                    Kirkjukór Kálfatjarnarkirkju söng.

hönd sóknarnefndar Kálfatjarnarsóknar.

  

Nemendur 4. bekkjar sungu lag á dönsku, en þau         Að lokum bauð Fasteign viðstöddum til veislu.

hafa verið að læra dönsku í þemanámi í vetur.