Heklan, Atvinnuþróunarfélag Suðurnesja, leitar að kraftmiklum starfsmanni í krefjandi starf verkefnisstjóra um stofnun og þróun jarðvangs á Reykjanesi. Um er að ræða tímabundna ráðningu til 31.12.2013. Verkefnið felst í því að leiða vinnu við stofnun jarðvangs á Reykjanesi. Verkefnisstjóri tekur þátt í að skapa og ýta úr vör
áhugaverðu þróunarverkefni í ferðaþjónustu og vísindastarfi á Reykjanesi.
HÆFNISKRÖFUR
» Háskólapróf sem nýtist í starfi
» Lipurð í mannlegum samskiptum
» Framúrskarandi skipulagshæfni
» Frumkvæði og sveigjanleiki í starfi
» Reynsla af verkefnastjórnun
Nánari upplýsingar veitir Berglind Kristinsdóttir framkvæmdastjóri í síma 420 3288 eða berglind@sss.is.
Umsóknir skulu berast skrifstofu Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum, Skógarbraut 945, 235 Reykjanesbæ, eða á berglind@sss.is fyrir 12. mars nk.