Verk náttúrunnar
Náttúran fer sínu fram. Við getum haft áhrif, en aðeins tímabundin. Ef mannkynið myndi líða undir lok tæki það náttúruna nokkur þúsund ár að afmá helstu ummerkin eftir okkur.
Á myndinni sést hvernig náttúruan hefur skreytt sjóvarnargarðinn meðfram ástarbrautinni með undurfögrum Baldursbrám auk melgresis til að hafa nóg grænt með hvíta litnum. (Nafnið baldursbrá þýðir auga Baldurs, hins hvíta áss.) Í fyrra puðuðu fjölmargir vinnuskólaunglingar við það að fjarlægja jarðveg sem farinn var að myndast á þessum garði úr þangi sem sjórinn ofan á garðinn þegar brimar á veturna (og hendir því miður líka innfyrir, á gangstíginn). Engu að síður er garðurinn svona fallega gróinn í ár.
Það er galdur að vinna með náttúrunni frekar en á móti henni - láta hana hjálpa sér ef það er hægt og forðast að standa í stríði við hana, því hún sigrar okkur hvort eð er að lokum.