Velheppnað myndakvöld í Álfagerði

Það var virkilega góð mæting á myndakvöld í Álfagerði fimmtudagskvöldið 5. nóvember. Sesselja Guðmundsdóttir kynnti þá afrakstur vinnu sinnar við að safna gömlum myndum úr Sveitarfélaginu Vogum til skráningar og varðveislu. Það er verkefni sem hún hefur unnið með styrk frá Menningarráði Suðurnesja. Sýndar voru tvær kvikmyndir frá fyrri tíð og mikilum fjölda gamalla mynda var varpað upp á vegg.

Sesselja notaði þetta tækifæri til að afhenda Minjafélagi Vatnsleysustrandar myndasafnið til varðveislu til frambúðar. Þá fékk Sesselja afhentan örlítinn þakklætisvott frá Sveitarfélaginu Vogum fyrir það merkilega framtak sem hún hefur staðið fyrir.

 

Sesselja Guðmundsdóttir


 

Birgir Þórarinsson frá Minjafélaginu tekur við myndasafninu.