Vel lukkuð gjörningahátíð í Vogum

Litla Gjörningahátíðin sem haldin var í fyrsta sinn dagana 15.-16. október síðastliðinn heppnaðist vel.
Meðal þeirra sem komu fram á hátíðinni voru finnski listamaðurinn Essi Kausalainen og þeir Áki Ásgeirsson, Halldór Úlfarsson og Páll Ivan Pálsson.

Hátíðin mæltist vel fyrir bæði hjá Vogabúum og nágrönnum en hátíðin var mjög vel sótt. Stefnt er að því að gera hátíðina að árvissum viðburði.

Meðfylgjandi mynd: Áki Ásgeirsson, Halldór Úlfarsson og Páll Ivan Pálsson flytja gjörningin Bíltúr Jeppi föstudaginn 15. október sl. Verkið var opnunarverk Litlu Gjörningahátíðarinnar.

Laugardaginn 4. desember verður framhald á vinsælum sveitamarkaði Hlöðunnar sem haldinn var þann 11. september síðastliðinn en ætlunin er að bjóða upp á jólalegar sultur, smákökur og danska lifrakæfu ásamt handverki og öðru matarkyns .


Með bestu kveðju

Fyrir hönd Hlöðunnar og Litlu Gjörningahátíðarinnar

Marta Guðrún