Fjölskyldudagar í Vogum voru haldnir hátíðlegir helgina 15. - 18. ágúst sl. í blíðskaparveðri. Dagskráin var fjölbreytt og gátu allir fundið eitthvað við sitt hæfi, enda markmið hátíðarinnar að allir meðlimir fjölskyldunnar skemmti sér saman.
Skipulag og framkvæmd hátíðahaldanna var í höndum Frístunda – og menningarfulltrúa ásamt starfsfólki hans og félagasamtaka í bænum. Þökkum við þeim fyrir vel unnin störf. Einnig viljum við þakka þeim fyrirtækjum er styrktu hátíðina.
Hér í myndasafninu má sjá myndir frá helginni sem Steinar Smári Guðbergsson tók.