Mikilvægt er fyrir kjósendur að skráning lögheimilis sé rétt á viðmiðunardegi kjörskrár, 10. maí næstkomandi, þar sem af því ræðst - eftir atvikum - í hvaða kjördeild eða sveitarfélagi viðkomandi á að greiða atkvæði.
Óheimilt er að breyta skráningu í kjörskrá ef tilkynning um nýtt lögheimili hefur ekki borist Þjóðskrá Íslands fyrir viðmiðunardag. Síðustu forvöð að tilkynna um nýtt lögheimili til Þjóðskrár eru föstudaginn 9. maí næstkomandi.