Vegna fæðingarorlofs vantar kennara við Stóru-Vogaskóla.
06. október 2011
Vegna fæðingarorlofs vantar kennara við Stóru-Vogaskóla. Um er að ræða umsjónarkennslu í 8. bekk, og stærðfræðikennslu á mið- og unglingastigi . Viðkomandi þarf að geta hafið störf um miðjan nóvember.
Stóru- Vogaskóli
Stóru- Vogaskóli er staðsettur í Sveitarfélaginu Vogum. Skólinn er heildstæður með um 190 nemendum.
Allur aðbúnaður og umhverfi skólans er til fyrirmyndar og starfsandi sérlega góður.
Menntunarkröfur: Leitað er eftir einstaklingi með kennsluréttindi.
Laun samkvæmt kjarasamningi Kennarasambands Íslands og Launanefndar Sveitarfélaga.
Nánari upplýsingar veita:
Svava Bogadóttir, skólastjóri og Jón Ingi Baldvinsson, aðstoðarskólastjóri, í síma 440-6250. Einnig er hægt að senda fyrirspurnir á: skoli@vogar.is
www.storuvogaskoli.is