Útsýnisskífa á Keili

Ferðamálasamtök Suðurnesja hafa komið fyrir nýrri útsýnisskífu á toppi Keilis. Þyrla flaug með skífuna og ýmsan annan búnað í fjallið en hópur frá Ferðamálasamtökum Suðurnesja gengu á fjallið í vikunni, settu skífuna upp og gengu frá síðustu lausu endum.   Útsýnisskífan er glæsileg, úr krómuðum kopar og allur frágangur til fyrirmyndar. Pallurinn mjög stór og traustur, of viðamikill fyrir minn smekk.

Mikið af örnefnum er skífunni, enda mjög víðsýnt af Keili sem er eitt besta útsýnisfjall landsins.

Upphaf verkefnisins má rekja til þess að íbúar hér í Vogum, hjónin Viktor Guðmundsson og Jóhanna Þ. Guðmundsdóttir sendu ferðamálasamtökunum erindi um að koma upp útsýnisskífu á Keili. Verkefnið hefur tekið 2 ár í vinnslu.

Meðfylgjandi myndir tók Þorvaldur Örn Árnason, formaður umhverfis- og skipulagsnefndar.