Skógræktarfélagið Skógfell bauð útskrif
tarbörnum af leikskólanum Suðurvöllum í gróðursetningarferð að Háabjalla 20. maí sl.. Þar fengu börnin fræðslu um skóginn okkar og umhverfið og fannst þeim trén vera svakalega stór, enda státum við þar af hæstu trjám á Suðurnesjum. Hvert barn fékk eina trjáplöntu ýmist birki, furu eða reynivið sem þau gróðursettu í lund leikskólans. Allir fengu merki með nafninu sínu sem þau settu hjá plöntunni. Það er tilvalið fyrir fjölskylduna að fara saman að Háabjalla í sumar hlúa að plöntunni og fylgjast með hvernig hún dafnar.
Gaman er að geta þess, að þetta er í sjötta sinn sem útskriftarhópur plantar í leikskólalundinn.
Skógfell þakkar fyrir þessa ánægjulegu stund og óskar börnunum til hamingju með útskriftina.