Úthlutun styrkja úr Mennta-, menningar- og afrekssjóði

Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Voga hefur undanfarin ár úthlutað styrkjum úr Mennta-, menningar- og afrekssjóði sveitarfélagsins á síðasta fundi bæjarstjórnar fyrir sumarleyfi. Þeir nemendur sem hljóta styrk úr sjóðnum eru þrír efstu á grunnskólaprófi, ásamt þeim nemendum á framhaldsskólastigi sem ljúka námi á öðru ári og lokaprófi á tilsettum tíma. Að þessu sinni var að auki keppnisliði Stóru-Vogaskóla í Skólahreysti veitt verðlaun, en liðið náði þeim frábæra árangri að ná þriðja sæti í keppninni. Alls sjö nemendur skipa keppnisliðið.

Nöfn verðlaunahafa og styrkþega:

Framhaldsskólanemar, 2. ár:
Stjarna Rós Geirdal Richter
Hanna Stefanía Björnsdóttir
Elsa Kristín Kay Frandsen

Framhaldsskólanemar, lokapróf:
Aníta Ósk Drzymkowska
Sædís María Drzymkowska
Freyr Melsteð Jóngeirsson
Anna Kristín Hálfdánardóttir

Grunnskólanemar, þrír efstu:
Gunnlaugur Atli Kristinsson.
Umsögn skólastjóra: "Gunnlaugur er metnaðarfullur og fylginn sér. Hann hefur skýra stefnu, setur sér markmið og er sérlega þrautseigur. Hann er jákvæður og hefur stekra samkennd."
Ninna BJörk Ríkharðsdóttir.
Umsögn skólastjóra: "Ninna er frjó og málefnaleg. Hún er mjög dugleg og öguð í vinnubrögðum og hefur jákvæða nærveru. Sérlega skapandi og hugmyndarík í starfi."
Eydís Ósk Símonardóttir.
Umsögn skólastjóra: "Eydís er dugleg og samvöskusöm. Hún er iðin og hefur sérlega mikla skipulagshæfileika. Sýndi mikinn styrk og dugnað í öllu sem hún tók sér fyrir hendur í vetur."

Skólahreysti, keppnislið Stóru-Vogaskóla:
Gunnlaugur Atli Kristinsson
Eydís Ósk Símonardóttir
Helena Gísladóttir
Phatsakorn Lomain
Jón Gestur Ben Birgisson
Rut Sigurðardóttir
Thelma Mist Oddsdóttir

Bæjarstjórn óskar þessum nemendum öllum til hamingju með árangurinn og óskar þeim velfarnaðar í framtíðinni

.