Úthlutun byggingalóða í Sveitarfélaginu Vogum

Sveitarfélagið Vogar auglýsir lóðir til úthlutunar fyrir íbúðabyggingar. Um er að ræða s.k. miðsvæði, fyrsta áfanga. Í þessum áfanga verður úthlutað lóðum undir fjölbýlishús (5 hús með 6 íbúðum hvert, 2 hús með 20 íbúðum hvort), parhús (5)  og einbýlishús (5). Umsóknareyðublöð ásamt úthlutunarskilmálum og gjaldskrá er að finna á heimasíðu sveitarfélagsins, /static/files/import/skipulag/lausar_lodir/lausar_lodir
 Umsóknarfrestur er til 21. október 2017, og skal umsóknum á þar til gerðum eyðublöðum, ásamt fylgigögnum skilað til skrifstofu sveitarfélagsins, hvort heldur er með rafrænum hætti (tölvupóstur, umsókn á heimasíðu) eða með því að póstsenda gögnin á Sveitarfélagið Voga, Iðndal 2, 190 Vogar. Séu fleiri en ein umsókn um hverja lóð verður dregið úr gildum umsóknum.

Skila skal staðfestingu á greiðslugetu frá viðskiptabanka með umsókn. Lágmarksupphæð er sem hér segir:
Einbýlishús: kr.40.280.000,- pr. lóð.
Parhús: kr.40.280.000,- pr. lóð.
Fjölbýlishús I og II:  kr.134.400.000,-

Vogar eru staðsettir nokkurn veginn mitt á milli höfuðborgarsvæðisins og Keflavíkurflugvallar. Í sveitarfélaginu búa nú um 1.230 íbúar. Megin áherslur atvinnulífsins eru á vettvangi matvælaframleiðslu. Í Vogum er starfræktur heildstæður grunnskóli (1. – 10. bekkur), ásamt leikskóla. Sundlaug, íþróttahús og íþróttamannvirki eru einnig til staðar. Öflugt íþróttastarf er á vegum Ungmennafélagsins Þróttar, sveitarfélagið starfrækir einnig félagsstarf fyrir unglinga og eldri borgara.


Vogum, 29. september 2017,
Ásgeir Eiríksson
bæjarstjóri