Sveitarfélagið Vogar óskar eftir tilboðum í verkið
ÍÞRÓTTASVÆÐI - UPPBYGGING KNATTSPYRNUVALLA
Verkið felst í gerð knattspyrnuvalla á íþróttasvæði norðan við íþróttamiðstöð í Vogum.
Um er að ræða jarðvegsskipti undir knattspyrnuvöllum, lagningu jarðvatnslagna, vatnslagna, ídráttarröra, þökulagningu valla, gerð jarðvegsmana við velli með tilheyrandi frágangi.
Er þessu nánar lýst í verklýsingu og útboðsteikningum.
Helstu magntölur eru u.þ.b:
Uppgröftur 9600 m³
Klapparlosun 4200 m³
Aðkeyrð fylling 7300 m³
Lagnir 1300 m
Þökulögn á kanttspyrnuvöll 20000 m²
Vaxtarlag á knattspyrnuvöll 6000 m³
Verkinu skal vera að fullu lokið eigi síðar en 30 .september 2010.
Útboðsgögn verða seld á skrifstofu Sveitarfélagsins Voga, Iðndal 2, 190 Vogar, á kr. 3.000,-, frá og með föstudeginum 14. maí 2010. Tilboð verða opnuð á sama stað þriðjudaginn 25. maí 2010, kl. 14:00 í viðurvist þeirra bjóðenda sem viðstaddir verða.
Sveitarfélagið Vogar