ÚTBOÐ
Sveitarfélagið Vogar
óskar eftir tilboðum í verkið
Framkvæmdir 2015
Endurgerð götu, Aragerði suðurhluti o.fl.
Stígur að Háabjalla.
Verkið felst í endurgerð suðurhluta Aragerðis á milli Ægisgötu og Tjarnargötu. Um er að ræða upprif malbiks/olíumalar og steyptra gangstétta, uppgröft ónothæfs efnis, afréttingu götuyfirborðs ásamt styrkingu burðarlags, jöfnunarlag, malbik, vélsteyptur kantsteinn og hellulögn, endurnýjun fráveitu- og vatnslagna, niðurfalla og brunna eftir þörfum skv. nánara mati verkkaupa við framkvæmd verksins, auk annars lagnafrágangs, ásamt endurnýjunar brunahana í Hafnargötu. Einnig er um að ræða gerð göngu- og reiðstígs að Háabjalla.
Helstu magntölur eru u.þ.b:
Uppgröftur 700 m³
Fyllingar 900 m³
Hellulagðar gangstéttar 350 m²
Vélsteyptur kantsteinn 140 m
Malbik 1470 m²
Fráveitulagnir 235 m
Vatnslagnir 246 m
Verkinu skal vera að fullu lokið eigi síðar en 30. júní 2015.
Útboðsgögn verða seld á diski á skrifstofu Sveitarfélagsins Voga, Iðndal 2, 190 Vogar, á kr. 3.000,-, frá og með föstudeginum 27. febrúar 2015. Tilboð verða opnuð á sama stað miðvikudaginn 11. mars 2015, kl. 11:00 í viðurvist þeirra bjóðenda sem þess óska.
Sveitarfélagið Vogar