Útboð. Endurbætur fráveitu í Vogum.

ÚTBOÐ

Sveitarfélagið Vogar óskar eftir tilboðum í verkið
" ENDURBÆTUR FRÁVEITU "

Verkið felst í endurbótum á fráveitu í Vogum. Annars vegar er um að ræða fullnaðarfrágang á sjálfrennslislögn frá Mýrargötu að Norðurgarði þar sem hún tengist nýjum tengi- og yfirfallsbrunni. Tengja skal og ganga að fullu frá sjólögn úr þessum brunni og út í sjó um 400m frá landi. Rjúfa þarf sjóvarnagarð.
Hins vegar er um að ræða fullnaðarfrágang á sjálfrennslislögn frá Hvammsgötu í nýjan tengibrunn neðan við Akurgerði, tengingu yfirfalls úr þessum brunni í núverandi brunn. Auk þess skal ganga frá sjólögn úr nýjum brunni á haf út um 420metra. Rjúfa þarf sjóvarnagarð.

Helstu magntölur eru u.þ.b:
Gröftur :                           4.890 m3
Fylling :                            1.815 m3
Losun á klöpp:                 1.215 m3
Lagnir, ø500mm:                  290 lm
Lagnir, ø300mm :                 295 lm
Sjólagnir PE ø225mm :          830 lm
Brunnar:                                10 stk.
Sjóvarnargarður:                 550 m3
Malbik :                                   50 m2
Sökkur :                                125 stk.
Grassáning:                      1.600 m2

Verkinu skal vera að fullu lokið eigi síðar en 30 .september 2010.

Útboðsgögn verða seld á diski á skrifstofu Sveitarfélagsins Voga, Iðndal 2, 190 Vogar, á kr. 3.000,-, frá og með föstudeginum 21. maí 2010. Tilboð verða opnuð á sama stað þriðjudaginn 8. júní 2010, kl. 11:00 í viðurvist þeirra bjóðenda sem viðstaddir verða.
www.vogar.is
Sveitarfélagið Vogar