Sveitarfélagið Vogar óskar eftir tilboðum í verkið ” Vogar – Endurbætur fráveitu”.
Verkið felst í fullnaðarfrágangi á steyptu dælumannvirki við núverandi útrás neðan Akurgerðis ásamt fullnaðarfrágangi á nýrri dælulögn frá dælumannvirkinu að núverandi sjálfrennslislögn í Hafnargötu þar sem hún tengist henni. Núverandi yfirfall tengist nýju dælumannvirki en helst að öðru leyti óbreytt, upphafshluti núverandi útrásar tengist í nýtt dælumannvirki en sjólögnin leggst af.
Helstu magntölur eru:
Rif yfirborðs 490 m2
Uppgröftur og endurfyllingar 1165 m3
Aðflutt fylling 460 m3
Losun á klöpp 15 m3
Lögn, PEH ø180mm 430 lm
Brunnur,1000mm 1 stk.
Steypumót 120 m2
Járnabinding 2600 kg
Steinsteypa 17 m3
Skólpdælur 2 stk
Lensidæla 1 stk
Malbik 580 m2
Grasþökur 570 m2
Framkvæmdatími hefst þriðjudaginn 20. ágúst 2019, strax eftir afstaðna bæjarhátíð
sveitarfélagsins Voga.
Framkvæmdum skal vera að fullu lokið eigi síðar en 15. október 2019.
Þeir sem hyggjast bjóða í verkið skulu óska eftir útboðsgögnum með því að senda tölvupóst á netfangið skrifstofa@vogar.is eða hringja í síma 440 6200 og gefa upp nafn, heimilisfang, síma og netfang og fá þá útboðsgögnin send í tölvupósti.