Útboð

Sveitarfélagið Vogar óskar eftir tilboðum í verkið
Endurgerð gatna 2014
Kirkjugerði - suðurhluti

Verkið felst í endurgerð suðurhluta Kirkjugerðis á milli Ægisgötu og Tjarnargötu. Um er að ræða upprif malbiks/olíumalar og steypta gangstétta, uppgröft ónothæfs efnis, afréttingu götuyfirborðs ásamt styrkingu burðarlags, jöfnunarlag, malbik, vélsteyptur kantsteinn og hellulögn. Einnig verða endurnýjuð niðurföll og þeim fjölgað, grafnir upp jarðaðir brunnar og þeir hækkaðir upp í yfirborð, auk endurnýjunar fráveitu- og vatnslagna eftir þörfum skv. nánara mati verkkaupa við framkvæmd verksins, auk annars lagnafrágangs.

Helstu magntölur eru u.þ.b:

Uppgröftur       550 m³
Fyllingar       550 m³
Hellulagðar gangstéttar      365 m²
Vélsteyptur kantsteinn      160 m
Malbik      1390 m²
Fráveitulagnir         80 m

Verkinu skal vera að fullu lokið eigi síðar en 16. júní 2014.

Útboðsgögn verða seld á diski á skrifstofu Sveitarfélagsins Voga, Iðndal 2, 190 Vogar, á kr. 3.000,-, frá og með föstudeginum 28. febrúar 2014. Tilboð verða opnuð á sama stað miðvikudaginn 12. mars 2014, kl. 11:00 í viðurvist þeirra bjóðenda sem þess óska.

Sveitarfélagið Vogar