Fyrir páska var farið í þriðju umbunaferð vetrarins.
37 nemendur fóru með að þessu sinni. Til að mega fara með urðu nemendur að vera með ástundun á bilinu 9-10 , vera reyklaus á skólatíma og fara eftir skólareglum.
Farið var á fjóra staði. Sælgætisverksmiðjan Nói-Síríus var skoðuð. Nemendur fengu að sjá hvernig páskaegg verða til og nemendur fengu fullan poka af sælgæti og húfu með sér heim. Ölgerð Egils Skallagrímssonar var heimsótt einnig þar voru nemendur leysti út með gjöfum sundpoki, fótboltar, gos, snakk og sælgæti. Síðan var ekið niður á höfn en þar fengu nemendur að fara um borð í Sæbjörgina. Nemendur fengu stutta fræðslu um starsemina en aða henni lokinni fengu þeir að klæðast flotgöllum og stökkva í sjóinn. Síðasti áfangastaðurinn var flugdeild Landhelgisgæslunnar heimsótt. Nemendur fengu að fara um borð í flugvél og þyrlu sveitarinnar.
Á heimliðinni var komið við í IKEA en þar fengu nemendur pylsu, gos og ís. Ferðin var mjög vel heppnuð og allir voru sáttir. Nemendur voru að njóta góðs af því að hafa staðið sig vel í skólanum. Þeir sem komust ekki með mættu í skólann eins og venjulega og unnu upp þann tíma sem þeir hafa misstu úr.
Fleiri myndir úr ferðinni má finna á myndasíðu skólans.