Úr skólastarfinu. Ferð í Sæbjörgina

Ákveðið var að bjóða nemendum sem hafa verið með 9.5 og 10 í ástundun frá því að skólinn hófst í haust í sérstaka umbunaferð.

Það voru 17 nemendur sem áttu kost á að fara. Að þessu sinni var farið í siglingu með skólaskipinu Dröfninni. Það var starfsmaður frá Hafrannsóknarstofnun sem tók á móti þeim og fræddi nemendur um lífríki i sjó.
Nemendur fengu að fylgast með þegar trolli var kastum í sjóinn. Þegar tími var kominn til að draga veiðifærið inn fengu nemendur að hjálpa til að gera af aflanum. Ferðin tók um 2.5 tíma. Sumir fengu að kynnast því hvernig er að vera sjómaður um borð í skipi. Allir voru sáttir eftir skemmtilegan dag.