Uppskeruhátíð yngri flokka Þróttar

Á laugardag fór fram í Álfagerði uppskeruhátíð yngriflokka Þróttar fyrir árið 2015. Þar gerðu þjálfarar og iðkendur upp sumarið og var ekki annað að heyra en allir eru ánægðir með sumarið. Veittar voru viðurkenningar og verðlaun, að því loknu var boðið upp á pylsur í boði VP.

Þróttarar sendu fjóra flokka á Íslandsmótið í ár og tóku þátt í stærstu sumarmótunum. Félagið þakkar öllum iðkendum, foreldrum, þjálfurum og öðrum sjálfboðaliðum fyrir samstarfið í sumar. Knattspyrnan hefst að nýju eftir hausthlé 1. október nk. og hvetjum við alla til að skrá sig tímanlega.

4. flokkur kvenna
Besti leikmaður: Thelma Mist
Mestu framfarir: Hildur Björg
Besti félaginn: Rut Sigurðardóttir

5. flokkur karla:
Besti leikmaður: Adrian Krawczuk
Mestu framfarir: Óðinn Þór
Besti félaginn: Finnur Valdimar
Markakóngur: Adrian Krawczuk

6. flokkur kvenna:
Besti leikmaður: Karen Lind Ingimarsdóttir
Mestu framfarir: Sara Líf Kristinsdóttir
Besti félaginn: Alexandra Ingþórsdóttir

6. flokkur karla
Besti leikmaður: Ægir Bachmann
Mestu framfarir: Patrekur Fannar
Besti félaginn: Viktor Snær.

Verðlaunahafar samankomnir

5. flokkur karla

Hildur Björg 4. flokk kvenna, ásamt þjálfurunum Sædísi og Anítu