Uppskeruhátíð Þróttar

Uppskeruhátíð Ungmennafélagsins Þróttar var haldin í gær. Það var gríðarlega gaman og margir mættir. Á næsta ári verður Þróttur 80 ára og var gærdagurinn góð uppsveifla inn í afmælisárið.
Kynnt var ný heimasíða www.throttur.net
Í vetur verður margt á boðstólum fyrir iðkendur Þróttar; knattspyrna, íþróttaskóli, sund og júdó. Þá verður badminton fyrir 8-15 ára.
Ný gjaldskrá var kynnt. Árgjald verður 38.000.- krónur og námskeiðsgjald pr. önn verður 7.000.-
Því miður var ljósmyndari ekki kominn á uppskeruhátíðina þegar viðurkenningar voru veittar. Bestu leikmenn sumarsins voru valdir Rakel Berg Þráinsdóttir, Viktor Hrafn Vignisson og Arnór Einar Georgsson. Myndir frá uppskeruhátíðinni eru hér.
Stöndum saman öll sem eitt og eflum Þrótt. Án stuðnings bæjarbúa getur félagið ekki vaxið.