Upphitun fyrir atvinnu- og nýsköpunarhelgi á Suðurnesjum.

Miðvikudaginn 21. september, 2011 verður fundur í Álfagerði, Akurgerði 24, Vogum.

Markmið fundarins er að hita upp fyrir atvinnu- og nýsköpunarhelgi er haldin verður á Suðurnesjum 30. september.

Fundur hefst kl. 20.00. Gert er ráð fyrir stuttum, snörpum og ákveðnum fundi.

Dagskrá:
1. Opnun formanns.
2. Kynning  Innovit.
3. Fyrirspurnir og umræður.

Gestir fundarins verða Diljá Valsdóttir og Kristján Freyr Kristjánsson frá Innovit.

Allir sem hafa hugmynd, langar til að vinna að hugmynd,  koma að verkefnum eða vinna í hóp eru sérstaklega hvattir til að mæta. Atvinnumálanefnd Sveitarfélagsins Voga hvetur sem flesta til að mæta.