Ungmennavika NSU

Ungmennafélag Íslands er aðili að NSU - Nordisk Samorgnaisations for Ungdomasarbejde en samtökin standa fyrir viðburðum fyrir ungt fólk á Norðurlöndum á hverju ári. Ungmennavika NSU fer að þessu sinni fram í Karpenhøj sem er 50 km frá Aarhus dagana 3.-8.ágúst en flogið verður til og frá Billund. UMFÍ á sæti fyrir fimm þátttakendur á aldrinum 15-20 ára að þessu sinni.
Yfirskrift vikunnar er Norden redder Jorden Paly 4 the planet. Fjallað verður um náttúruna okkar, loftslag á norðurlöndum í bland við ævintýri og leiðtogahæfileka ungs fólks á Norðurlöndum. Þátttakendur fá tækifæri til að reyna sig í ýmsum aðstæðum s.s kajak ferð, klifri og sofa úti í náttúrunni.

Þátttökugjaldið er 1500 dk. krónur ásamt ferðakostnaði en UMFÍ niðurgreiðir fyrir sína þátttakendur helming.

Umsóknafrestur er til 18.júní nk.

Allar nánari upplýsingar veitir
Sabína Steinunn Halldórsdóttir
Landsfulltrúi UMFÍ
sabina@umfi.is  

Frekari upplýsingar hér (PDF)