Ungmennaþing

Stefnt er að því að Ungmennaþing verði haldið í lok maí og óskað er eftir áhugasömum til að aðstoða við skipulagningu þess.
Þingið er fyrir ungmenni á aldrinum 13 - 18 ára og er tilgangur þingsins að fá hugmyndir frá ungu fólki í Vogunum um málefni er þau varða og að koma á fót ungmennaráði.
Ungmennaþing er vettvangur ungs fólks til þess að koma saman og ræða á málefnalegan hátt um sín mál ásamt því að setja fram tillögur til úrbóta. Hverju getum við breytt? Hvað er hægt að gera betur? O.s.frv.
Af hverju er mikilvægt að halda ungmennaþing, að ungmennaráð sé virkt?
Hlutverk Ungmennaráðs er að koma skoðunum ungs fólks á framfæri ásamt því að vernda hagsmuni hópsins. Ungmennaþing þjónar þeim tilgangi að fá hugmyndir frá ungu fólki að verkefnum og lausnum sem geta bætt hag ungmenna í Vogunum
Áhugasamir eru beðnir um að senda skilaboð á bond@vogar.is eða hringja í síma 696-7649