Ungmennaráð heimsótti bæjarstjórn með afrakstur fyrsta ungmennaþingsins.
Ungmennaþing var haldið í fyrsta sinn í Vogum 1. nóvember 2016.
Tilgangur þingsins var að fá hugmyndir frá ungu fólki um málefni sem þau varða. Þetta er vettvangur ungmenna til að koma saman og ræða ýmis mál, hvað má gera betur og hverju má breyta.
Ungmennin hittust einu sinni í mánuði og fóru í verkefnavinnu sem gekk mjög vel, komu margar hugmyndir fram og má t.d. nefna samgöngumál, leikaðstöðu barna og unglinga, námskeið/fræðslu fyrir ungmenni og fleira. Miðvikudaginn 29. mars fóru ungmenni á fund með bæjarstjórn og bæjarstjóra til að kynna fyrir þeim og ræða sínar hugmyndir. Góðar umræður fóru fram og fengu ungmenni góðar undirtektir við sín erindi. Vinnan hjá ungmennaráði mun halda áfram, farið verður með tillögur á viðeigandi staði þar sem þau kynna sínar hugmyndir áfram. Verður gaman að fylgjast með þessum krökkum áfram enda mjög mikilvægt að raddir þessa hóps íbúa heyrist.