Umsóknir um byggðakvóta fiskveiðiárið 2013/2014

Auglýsing vegna úthlutunar byggðakvóta á fiskveiðiárinu 2013/2014 sbr. reglugerð um úthlutun byggðakvóta til fiskiskipa nr. 665, 10. júlí 2013

Fiskistofa auglýsir eftir umsóknum um byggðakvóta til fiskiskipa fyrir:
Tálknafjörður
Bolungarvík
Seyðisfjörður
Djúpavogshreppur
Auk reglugerðarinnar er vísað til sérstakra úthlutunarreglna í neðanskráðum byggðalögum sbr. auglýsingu nr. 1006/2013 í Stjórnartíðindum

Árborg (Stokkseyri og Eyrarbakki)
Sveitarfélagið Ölfus (Þorlákshöfn)
Sveitarfélagið Garður
Sveitarfélagið Vogar
Stykkishólmsbær
Vesturbyggð (Patreksfjörður og Bíldudalur)
Árneshreppur
Blönduósbær
Sveitarfélagið Skagaströnd
Akureyrarkaupstaður (Hrísey)
Dalvíkurbyggð (Dalvík, Árskógssandur og Hauganes)
Fjarðabyggð (Mjóifjörður og Stöðvarfjörður)
Umsóknum skal skilað til Fiskistofu ásamt samningi við vinnsluaðila, á eyðublöðum sem er að finna á heimasíðu stofnunarinnar (fiskistofa.is), og þar eru ofangreindar reglur einnig aðgengilegar.  Umsóknarfrestur er til og með 2. desember 2013.

Fiskistofa, 15. nóvember 2013.