Á Fjölskyldudaginn 13. ágúst 2011 voru veittar umhverfisviðurkenningar Sveitarfélagsins Voga. Fallegum og vel hirtum húsum og görðum fjölgar stöðugt og gróskumikill gróður setur æ meiri svip á sveitarfélagið. Umhverfisnefnd var því eins og fyrri ár vandi á höndum að velja nokkra aðila til að veita viðurkenningu.
Eftirtaldir eigendur húseigna hljóta umhverfisviðurkenningu árið 2011:
Íbúar Austurgötu fá viðurkenningu fyrir fallega og snyrtilega götumynd.
Anna Rut Sverrisdóttir og Birgir Þórarinsson á Minna-Knarrarnesi á Vatnsleysuströnd fá viðurkenningu fyrir einstaklega smekklega uppbyggingu á mannvirkjum á jörðinni og snyrtimennsku í hvívetna. Minna-Knarrarnes setur fallegan svip á umhverfið á Vatnsleysuströnd.
Margrét Helgadóttir, Vogagerði 16 fær viðurkenningu fyrir hlýlegan og fjölskrúðugan garð sem hefur verið vel við haldið í mörg ár.
Beitir ehf, vélsmiðja, Jónsvör 3, fær viðurkenningu fyrir snyrtilegt hús og fallega aðkomu.
Verðlaunagripirnir eru eins og undanfarin ár eftir Guðbjörgu Theodórsdóttur myndlistakonu.
Íbúar Austurgötu
Hjalti og Þórarinn Birgissynir, Minna Knarrarnesi
Margrét Helgadóttir, Vogagerði 16
Beitir ehf.
Ljósmyndir: Gréta Magnúsdóttir