Umhverfisverðlaun

Umhverfisverðlaun 2004 voru afhent á fjölskyldudeginum. Verðlaunin í ár eru

eftirfarandi:

María Óskarsdóttir og Kristján Leifsson hlutu 1. verðlaun fyrir glæsilegan

garð að Heiðargerði 26. Garðurinn er einstaklega fallegur og gróðursæll og

greinilegt að mikil natni er lögð í bæði garðinn og húseignina. Þau fengu

einnig verðlaun fyrir garðinn sinn árin 1996 og 1999 og þykir nefndinni það

afrek að halda garðinum í stöðugri framþróun

 

Sveindís Pétursdóttir og Erlendur Guðmundsson, Leirdal 8, fengu

viðurkenningu fyrir fullfrágengna og fallega lóð við nýlegt húsnæði.

Greinilegt er að mikil vinna hefur verið lögð í þennan garð sem er í senn

skrautlegur og stílhreinn.

 

Helgi Davíðsson, til heimilis að Aragerði 7, fékk umhverfisviðurkenningu.

Hann hefur haldið húsi sínu og garði í góðu standi til fjölda ára ásamt því

að stuðla að bættu umhverfi í hvívetna.