Umhverfisframkvæmdir hafnar

Framkvæmdir við viðgerðir og nýlagningir á götum og gangstéttum eru hafnar, en sveitarfélagið hefur gert samning við Nesprýði ehf um verkefnið.

Verkefnið felst í viðgerðum á köntum og gangstéttum á ýmsum stöðum um bæinn og frágangi gatna og opinna svæða.

Meðal verkefna eru:

  • Götutenging og steyptar gangstéttar við hafnarsvæði.
  • Frágangur á opnu svæði milli Leirdals og Hvammsdals með göngustíg og lýsingu.
  • Gerð og viðgerð hellulagðra gangstétta og vélsteypts kantsteins við Akurgerði, Egilsgötu, Hafnargötu, Leirdal, Hólagötu, Stapaveg, Mýrargötu, Jónsvör, Tjarnargötu, Heiðargerði og Hvammsdal.
  • Stækkun á snúningssvæði við austurenda Marargötu
  • Frágangur leiksvæðis við enda Miðdals og tenging göngustígs.
  • Þökulögn og frágangur opinna svæða.
  • Ýmsar viðgerðir á gangstéttum og götum.

Auk ofangreindra verkefna vinna umhverfisdeild sveitarfélagsins og Vinnuskólinn að ýmsum umhverfis- og hreinsunarverkefnum í sumar sem stuðla að því að bærinn okkar verði enn fallegri og snyrtilegri.

Íbúar eru vinsamlegast beðnir að sýna verktökum tillitsemi og aka varlega um verkstaði og færa bíla og önnur tæki sem hugsanlega eru fyrir á verkstað.

Yfirlitsteikning yfir framkvæmdir