Vertu til er vorið kallar á þig !
Vorið er komið og grundirnar gróa. Þá er ráð að taka til við vorverkin í garðinum og nánasta umhverfi.
Umhverfisdagar Sveitarfélagsins Voga er sem fyrr haldin undir slagorðinu ,,Vertu til er vorið kallar á þig!”, en það vísar til þess að allir íbúar sveitarfélagsins taki höndum saman um að gera fallegan bæ snyrtilegan fyrir sumarið. Umhverfisdagarnir hefjast föstudaginn 20. maí og endar þann 30. maí, þannig að það er rúmur tími til góðra verka.
• Hægt er að losa jarðveg og garðúrgang í jarðvegsgám við Iðndal 9.
• Ruslapokar sem skildir eru eftir við lóðarmörk verða teknir hjá þeim sem þá þjónustu þurfa. Vinsamlegast gangið vel og snyrtilega frá pokum.
• Íbúar á Vatnsleysuströnd eru beðnir um að hafa samband við skrifstofu og óska eftir því að pokar verði hirtir.
• Mánudagana 23. maí og 30. maí verður vörubíll með krana á ferðinni sem hirðir stærri hluti við lóðamörk. Þá þjónustu þarf að panta á skrifstofu.
• Gámur fyrir spilliefni s.s. rafgeyma er staðsettur á gámasvæðinu.
• Mjög mikilvægt er að flokka allt rusl, járnarusl sérstaklega.
Hreinlæti á lóðum
Í 18. gr. reglugerðar nr. 941/2002 um hollustuhætti og mengunarvarnir segir að eigandi eða umráðamaður húss eða mannvirkis skuli halda eigninni hreinni og snyrtilegri ásamt tilheyrandi lóð og girðingum, þannig að ekki valdi öðrum ónæði.
Í 20. gr sömu reglugerðar segir að bannað er að skilja eftir, flytja, dreifa eða geyma hluti, búnað eða tæki á þann hátt að valdið geti skaða, mengun eða lýti á umhverfinu. Þetta gildir jafn um smærri sem stærri hluti.
Í 21. gr. segir að heilbrigðisnefnd er heimilt að láta fjarlægja lausamuni, númerslausar bifreiðar, bílflök og sambærilega hluti á almannafæri að undangenginni viðvörun, svo sem með álímingarmiða með aðvörunarorðum.
Opnunartími gámasvæðis Kölku við höfnina
20. maí kl. 17:00-19:00
22. maí kl. 12:00-16:00
24. maí kl. 17:00-19:00
26. maí kl. 17:00-19:00
27. maí kl. 17:00-19:00
29. maí kl. 12:00-16:00