UMFÞ auglýsir

Starf framkvæmdastjóra
UMF Þróttur auglýsir laust til umsóknar starf framkvæmdastjóra félagsins. Starfshlutfall er 30-50% og er hluti starfsins viðvera á skrifstofu félagsins í íþróttamiðstöðinni í Sv. Vogum.
Í starfinu felst daglegur rekstur félagsins, samskipti við þjálfara og foreldra auk annarra verkefna sem stjórn félagsins felur framkvæmdastjóra.
Æskilegt er að umsækjendur séu liprir í samskiptum og hafi góða þjónustulund, geti tekið frumkvæði og hafi getu til að vinna sjálfstætt. Góð þekking á tölvum og geta til að koma frá sér rituðu íslensku máli er nauðsynleg.
Umsóknir skulu berast stjórn Þróttar á netfangið throttur@throttur.net fyrir 10. ágúst. Frekari upplýsingar gefur framkvæmdastjóri í síma 866-1699.
Stjórn UMFÞ