Dagskráin "Syngjandi skóli" er samstarfsverkefni Tónlistar fyrir alla og Tónmenntakennarafélags Íslands. Tilgangur verkefnisins er að auka sönggleði og stuðla um leið að því að nemendur læri fleiri lög og íslensk ljóð með því að fá grunnskólanemendur 1.-10. bekkja til að syngja saman. Í morgun, fimmtudag komu tónlistarmenn í heimsókn í Stóru-Vogaskóla og léku undir í söng nemenda skólans. Vel var tekið undir í söngnum, þó hvergi eins hraustlega og í íslenska Eurovision laginu. Meðfylgjandi myndir voru teknar af atburðinum.