Tónleikar í Hlöðunni: Brother Grass og Eldar miðvikudaginn 11. júlí kl. 20:00

Hugguleg stemmning með Brother Grass og Eldar á tónleikum í Hlöðunni.

Brother Grass spilar bluegrass, blús, folk, old time mountain hilbilly music í bland við frumsamið efni. Þvottabrettið verður mundað, gítarhvíslarinn framkallar eitthvað undravert, þvottabalanum refsað og raddböndin þanin. Hljómsveitina skipa Ösp Eldjárn, Sandra Dögg Þorsteinsdóttir, Soffía Björg Óðinsdóttir, Hildur Halldórsdóttir og Örn Eldjárn Eldar er hliðarverkefni Valdimars og Björgvins Ívars.

Hljómsveitina, ásamt þeim, skipa Stefán Örn Gunnlaugsson, Sigtryggur Baldursson, Fríða Dís Guðmundsdóttir og Örn Eldjárn. Aðgangseyrir er

1500 krónur

 

Hlaðan er staðsett við Egilsgötu 8 í Vogum aftan við bæinn Minni-Voga.