STARFIÐ HEFST MIÐVIKUDAGINN 5. SEPTEMBER yfir kaffibolla í nýju húsnæði Félagsmiðstöðvarinnar.
Föndur/smíðavinna/hannyrðir á mánudögum kl. 18, í skólanum. Gengið inn af leiksvæðinu. Boðið verður upp á ýmsar tegundir af föndri,fyrir þá sem hafa áhuga á að kynna sér það nú eða bara nýta sér aðstöðuna.
Viljum sérstaklega minna á að smíðastofan er opin með öllum tækjum og tólum fyrir þá sem vilja dunda sér þar.
Svo er líka hægt að mæta og njóta samverunnar við aðra og/eða mæta með sýnar eigin hannyrðir.
Morgunkaffi á miðvikudögum kl. 10:00 í nýju húsnæði Félagsmiðstöðvarinnar við Hafnargötu. ( við hliðina á íþróttahúsinu)
Frábær samverustund yfir kaffibolla og meðlæti. Kaffisjóður.
Allir velkomnir.
Upplestur og spjall á fimmtudögum kl. 10:30, í nýju húsnæði Félagsmiðstöðvarinnar við Hafnargötu.
Upplestur úr bókum og spjall. Stefna er að fá góða gesti í heimsókn.
Allir velkomnir í góðan félagsskap.
Sigrún verður með heitt á könnunni.
Einnig munum við í vetur bjóða upp á ýmsi námskeið í tengslum við föndur, sem kynnt verða og rædd nánar í samverunni á Mánudögum.
Ef þú átt erfitt með að komast á staðin sjálf/ur þá láttu okkur vita og við gerum okkar besta til að aðstoða.
Það er öllum gott að skemmta sér af og til í góðra vina hópi, og viljum við því bjóða þig velkominn/velkomna í starfið með okkur.
Framhaldsnámskeið í Tölvum verður á dagskrá í haust fyrir þá sem hafa áhuga á því.
Ef þið hafið einhverjar hugmyndir af starfi þá endilega komið þeim til okkar.
Kveðja Sigrún og Helga
Nánari upplýsingar fást hjá Tómstundafulltrúa (Helgu) í síma 4246882