Hverjir eiga að fá umhverfisviðurkenningu í ár?
Að venju mun bæjarstjórn veita viðurkenningu þeim sem skara fram úr í umhverfismálum í bæjarfélaginu, eftir tillögum frá umhverfis- og skipulagsnefnd.
Viðurkenningarnar taka til garðræktar, snyrtilegs og fallegs frágangs mannvirkja (jafnt fyrirtæki og félagasamtök sem heimili) og góðrar umgengni um náttúruna.
Ábendingar um húseignir og garða eða framtak í þágu náttúrunnar, sem vert er að taka til athugunar í ár, eru vel þegnar.
Fulltrúar umhverfis- og skipulagsnefndar munu skoða sig um í bæjarfélaginu á næstu dögum og þurfa ábendingar að hafa borist fyrir þriðjudaginn 13. ágúst.
Þeir sem ekki kæra sig um að garðar þeirra verði skoðaðir eru einnig beðnir um að tilkynna það.
Vinsamlegast sendið ábendingar fyrir 13. ágúst nk. á
skrifstofa@vogar.is eða hringið í bæjarskrifstofuna í síma 440-6200.
Bergur Viðar Guðbjörnsson, formaður Umhverfis- og skipulagsnefndar