Viðurkenningarnar taka til garðræktar, snyrtilegs og fallegs frágangs mannvirkja og góðrar umgengni við náttúruna. Tilnefningar geta átt við heimili, fyrirtæki og félagasamtök.
Ábendingar um húseignir og garða eða framtak í þágu náttúrunnar, sem vert er að umhverfisnefnd taki til athugunar í ár eru vel þegnar.
Fulltrúar nefndarinnar munu skoða sig um í bæjarfélaginu í byrjun júlí og þurfa ábendingar að hafa borist fyrir þann tíma. Þeir sem ekki kæra sig um að garðar þeirra verði skoðaðir eru einnig beðnir um að tilkynna það.
Hægt er að koma tilnefningum á framfæri við fulltrúa í Umhverfisnefnd, eða við bæjarskrifstofu í sími 424 6660, eða skrifstofa@vogar.is
Fulltrúar í Umhverfisnefnd eru:
Þorvaldur Örn Árnason, Kirkjugerði 7., formaður
Helga Ragnarsdóttir, Brekkugötu 14.
Rakel Rut Valdimarsdóttir, Fagradal 12.
Eric dos Santos, Aragerði 12
Guðbjörg Theodórsdóttir, Heiðargerði 28
Mynd: Húseigendur að Hólagötu 2b fengu verðlaun 2007 fyrir fallegt hús og garð.