Þriðjudaginn 16. júlí 2019, á bæjarskrifstofum Sveitarfélagsins Voga, voru tilboð opnuð í endurbætur á fráveitu fyrir Sveitarfélagið Voga.
Bjóðendur voru:
JJ pípulagnir ehf. | Kr. 53.392.871 |
Jón og Margeir | Kr. 63.236.581 |
GG Sigurðsson ehf. | Kr. 47.971.900 |
Ellert Skúlason | Kr. 49.606.500 |
Berg Verktakar | Kr. 81.747.000 |
Kostnaðaráætlunin var 43.807.000 og var því lægsta tilboð 9,51% yfir kostnaðaráætlun.
Tækniþjónusta SÁ mun nú yfirfara tilboðin og athuga hvort þau standist útboðsskilmála.
Þessar endurbætur munu flytja fráveitu bæjarins í eina útrás í stað tveggja eins er í dag. Verkframkvæmdir munu ekki byrja fyrr en eftir að fjölskyldudögum lýkur og áætluð verklok eru 15. október.