Til fyrirmyndar

Umhverfis - og skipulagsnefnd hefur nú lokið árlegri leit sinni að því sem talist getur til fyrirmyndar í umhverfismálum og snyrtimennsku í sveitarfélaginu. Auglýst var eftir tilnefningum til umhverfisviðurkenninga og fóru nefndarmenn um og skoðuðu eignir sem tilnefndar voru af íbúum ásamt eignum sem nefndin hefur fylgst með undanfarin ár og lofað hafa góðu.

Margt er til fyrirmyndar og vert er að veita athygli. Hér eru garðar og lóðir ásamt húseignum sem árum saman hafa verið í fínu standi. Við nýbyggingar er vert að veita athygli þeim sem ganga fljótt og vel frá lóðum húsa sinna. Nokkur gömul hús fá andlitslyftingu svo eftirtektarvert er.

Ef bærinn okkar og sveitin eiga að skara fram úr í snyrtimennsku á komandi árum þurfa hendur víða að standa fram úr ermum. Enn eru nokkur hús og garðar í niðurníðslu og þarfnast verulegra úrbóta. Í heildina stefnum við í átt að fallegra og vistlegra umhverfi þar sem öllum getur liðið vel.

Umhverfis- og skipulagsnefnd vill að þessu sinni hrósa eigendum eftirtaldra húseigna fyrir framtak sitt við að halda umhverfinu snyrtilegu og stuðla þannig að fyrirmyndar bæjarbrag:

Fallegir og snyrtilegir garðar og hús:
Akurgerði 13
Aragerði 18
Brekkugata 4, 5, 9 og 15
Fagridalur 11
Hofgerði 3
Heiðargerði 23, 24 og 26
Hvammsgata, öll húsin
Kirkjugerði 11
Leirdalur mörg hús.
Lyngdalur 6 og 16.
Suðurkot á Vatnsleysuströnd ?
Ægisgata 39.

Endurbætur á húsum:
Suðurkot á Vatnsleysuströnd
Holt (á horni Ægisgötu og Stapavegar)
Klöpp (Ægisgata 39)

Snyrtileg fyrirtæki:
Nesbú
Hitaveita Suðurnesja
Mótel Best
Þorbjörn Fiskanes
Svínabúið á Minni-Vatnsleysu

Ttiltekt á lóð fyrirtækisins:
Stofnfiskur
Normi

Félög til fyrirmyndar í umhverfismálum:
Golfklúbbur Vatnsleysustrandar
Skógfell

Að auki eru þeir sem fengið hafa umhverfisviðurkenningu síðustu ár en eru ekki taldir upp hér. Svo eru slík mál matsatriði og eins víst að einhverjir hafi hreinlega gleymst. Allar ábendingar eru vel þegnar nú sem endranær.

Umhverfis- og skipulagsnefnd hefur lagt til við bæjarstjórn hverjir hljóti umhverfisviðurkenningu fyrir árið 2009. Viðurkenningarnar verða opinberaðar og afhentar á fjölskyldudaginn 8. ágúst næstkomandi.

Umhverfis- og skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga